fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Hallaði sér að flöskunni eftir andlát föður síns – „Ég var alltaf fullur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adriano hefði getað orðið einn besti knattspyrnumaður í heimi en áföll í fjölskyldu hans höfðu gríðarleg áhrif á hann. Adriano vakti gríðarlega athygli þegar hann gekk í raðir Inter árið 2001, fljótt sáust hæfileikar framherjans frá Brasilíu.

Adriano fagnar 39 ára afmæli sínu í dag og í erlendum fjölmiðlum er eru gamlir liðsfélagar að ræða þennan merkilega knattspyrnumann.

Undirbúningstímabilið árið 2004 breytti miklu í lífi Adriano þegar símtal frá heimalandinu kom. „Hann fékk símtal frá Brasilíu um að faðir sinn væri látinn. Ég sá hann í herberginu og hann kastaði símanum frá sér og öskraði. Þú getur ekki ímyndað þér svona öskur, ég fæ hroll við að tala um þetta í dag,“ segir Javier Zanetti fyrrum samherji Adriano hjá Inter.

Adriano hafði orðið þjóðhetja í Brasilíu nokkrum vikum áður, hann hafði jafnað í uppbótatíma gegn Argentínu í úrslitaleik Copa America. Brasilía vann að lokum leiknn. Draumar hans voru að rætast en martröð hans varð að veruleika nokkrum vikum síðar.

Adriano var bara 22 ára þegar faðir hans fékk hjartaáfall, hann hafði glímt við veikindi vegna byssukúlu sem var föst í höfði hans.

„Hann hélt áfram að spila fótbolta, skoraði mörk og benti til himna til að minnast föður síns. Eftir símtalið var hann samt aldrei samur“

Adriano hefur sjálfur rætt um málið. „Andlát föður míns hafði gríðarleg áhrif á mig. Ég var einn og þunglyndur, ég byrjaði að drekka á þessum tíma,“ sagði Adriano um málið.

„Ég kunni ekki að fela þetta því ég var líka fullur á æfingum, ég var alltaf fullur. Félagið stóð með mér og reyndi að fela þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Í gær

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu
433Sport
Í gær

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld
433Sport
Í gær

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt