fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Þórður horfði upp á félaga sína slást og allt var í blóði – „Það skellur í lás, svo heyri ég bara öskur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Guðjónsson fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður Íslands gerir upp feril sinn í skemmtilegu viðtali við Jóhann Skúla í Draumaliðinu.

Þórður lék í þrettán ár sem atvinnumaður og lék 58 A-landsleiki fyrir Ísland. Þórður átti góð ár í Þýskalandi með Bochum. Einn leikur sem vekur upp minningar er leikur þar sem Sunday Oliseh ætlaði að drepa Vahid Hashemian samherja sinn hjá Bochum.

Þeir byrjuðu að takast á inn á vellinum, rasísk ummæli féllu og Þórður kom á milli þeirra. Síðan þegar það er flautað til hálfleiks þá sprettir Hashemian inn í klefann og Oliseh á eftir. Þeir voru fyrstir inn og Þórður reynir að hlaupa á eftir þeim en heyrir bara hurðina skellast og læsast að klefanum.

„Ég var að spila þennan leik, síðan eru orðaskipti þeirra á milli. Þetta eru ólíkir menningarheimar að mætast, virðing er á öðru stigi en við þekkjum. Ég sé að Íraninn, Hashemian hleypur í átt að klefanum um leið og það er flautað og þá tekur Oliseh straujið á eftir honum. Ég fer á eftir því ég ýtti þeim aðeins til hliðar á vellinum þegar þetta kemur upp,“ sagði Þórður í Draumaliðinu.

Sunday Oliseh átti frábæran feril með Ajax, Juventus og Dortmund en var á seinni stigum ferilsins í Bochum. Hann kemur frá Nígeríu og var reiður út í samherja sinn.

Þórður heyrði svo bara öskur þegar hann stóð fyrir utan hurðina. „Ég er rétt að koma að klefanum þegar hann skellur í lás, svo heyri ég bara öskur. Lem á hurðina, þá kemur nuddari sem var þarna inni og opnar. Við stökkum þrír á Oliseh, þá hafði hann vaðið í hann og skallað hann. Hann ætlar í hann áfram, gaurinn nefbrotinn og alblóðugur. Það voru tvær skiptingar í hálfleik hjá okkur, einn meiddur og hinn brjálaður.“

Eftir atvikið var Oliseh gert að fara frá Bochum. „Oliseh þurfti að fara, Hashemian var einn besti framherji deildarinnar og var markahæstur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirmenn hafa verulegar áhyggjur eftir sumarið – Dvergar, vændiskonur og OnlyFans stjarna með í för

Yfirmenn hafa verulegar áhyggjur eftir sumarið – Dvergar, vændiskonur og OnlyFans stjarna með í för
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal steinhissa á breytingunni á Kai Havertz

Stuðningsmenn Arsenal steinhissa á breytingunni á Kai Havertz
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Napoli vill ekki fá Nunez

Napoli vill ekki fá Nunez
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breiðablik valtaði yfir Albanina

Breiðablik valtaði yfir Albanina
433Sport
Í gær

Arsenal er ekki hætt og vilja kaupa Eze

Arsenal er ekki hætt og vilja kaupa Eze
433Sport
Í gær

United á að hafa spurst fyrir um þrítugan miðjumann

United á að hafa spurst fyrir um þrítugan miðjumann