fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Velta framtíð Gylfa Þórs í Bítlaborginni fyrir sér – Þetta þénar hann á viku

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 08:58

Gylfi Þór og Alexandra Helga eiginkona hans / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítarlega er fjallað um Gylfa Þór Sigurðsson í Liverpool Echo í dag og hver framtíð hans hjá félaginu sé. Gylfi hefur verið magnaður síðustu vikur og verið jafn besti leikmaður Everton.

Óvíst er hvernig samning Everton er tilbúið að bjóða Gylfi samkvæmt fréttinni, Gylfi á 18 mámnuði eftir af núverandi samningi og verður 33 ára þegar hann er á enda.

„Ég er ekki viss um að hann hafi byrjað rólega hjá okkur,“ sagði Duncan Ferguson aðstoðarþjálfari liðsins sem hrósar Gylfa.

„Við höfum alltaf trúað á hann, við höfum alltaf verið sáttir með hann. Hann er góður fótboltamaður og hann sannaði það gegn Tottenham. Hann spilaði samherja sína í góðar stöður og vinnuframlag hans án bolta er magnað. Hann er að gera vel hjá okkur.“

Gylfi sem er dýrasti leikmaður í sögu Everton, kostaði félagið 40 milljónir punda árið 2017. Hann hefur fengið stórt hlutverk hjá Carlo Ancelotti, hann hefur borið fyrirliðabandið í ellefu leikjum á þessari leiktíð.

Gylfi skoraði sigurmörk gegn Chelsea og Sheffield United í desember og var besti maður liðsins í 5-4 sigri á Tottenham á miðvikudag. Þar skoraði Gylfi eitt og lagði upp þrjú mörk.

/ GettyImages

Samningamál Gylfa:

Samningur Gylfa rennur út sumarið 2022 og því er velt fyrir sér hvað Everton gerir, Liverpool Echo fjallar ítarlega um málið.

„Eðlilega skrefið er að ræða við leikmann sem á 18 mánuði eftir af samningi sínum, Everton hefur ekki hafið formlega viðræður við Gylfa. Þeir ætla að ræða við hann en það virðist ekki vera í forgangi,“ segir í grein Liverpool Echo.

„Gylfi verður 33 ára þegar þessi samningur er á enda, það væri eðlilegt ef Gylfi væri að leita að síðasta langtímasamningi sínum.“

„Það er erfitt að sjá Everton bjóða honum samning til nokkura ára, sérstaklega á þessum launum þar sem hann þénar 100 þúsund pund á viku. Styttri samningur gæti hentað Everton. Gylfi er reglulega orðaður við MLS deildina en það er kannski ekki það sem hann vill núna.“

Í greininni segir að Gylfi sé ánægður hjá félaginu og það sjáist innan vallar þar sem frammistaða hans er frábær en laun hans eru sögð vera 17,7 milljónir íslenskra króna á viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið