fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Íslenskur þjálfari sakaður um perraskap – Talaði mikið um stór brjóst og rúnkminni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég steig mín fyrstu skref í meistaraflokk 14 ára. Þjálfarinn hafði orð á því á nánast hverri einustu æfingu að ég væri með stór brjóst,“ það er svona sem frásögn frá íslenskri knattspyrnukonu hefst á vefnum Síðasta Sagan. Þar hefur verið safnað saman frásögnum íþróttakvenna um það sem gerist á bak við tjöldin.

Margrét Björg Ást­valds­dóttir fé­lags­­fræðingur safnar þar sem sögum frá konum en hún leikur sjálf í efstu deild kvenna í knattspyrnu, með Fylki.

Árið 2016 gerði Margrét rann­­sókn þar sem kom í ljós gríðar­­legt kynja­mis­rétti í um­­­gjörð knatt­­spyrnu­hreyfingarinnar. Frá þeim tíma hefur hún safnað saman sögum.

Saga sem birtist nú á dögunum er frá stúlku sem leikur eða lék knattspyrnu um langt skeið. Hún segir að þjálfari sinn hafi reglulega rætt um brjóstin sín. „ Hann spurði mig líka óþægilegra spurninga varðandi brjóstin og brjóstastærð mjög reglulega, fyrir framan allt liðið og aðra sem nálægt voru.“

Konan fór í fitumælingu eins og reglulega er gert hjá íþróttafólki, þjálfarinn hafði sterka skoðun á tölunum hennar. „Þegar ég var ný búin í fitumælingu á hans vegum þar sem ég mældist 13% fita. Þá hafði hann fyrir því að segja öllum frá því að það væri allt í brjóstunum.“

Konan segir að sami þjálfari hafi einnig þjálfað unga drengi og þar hafi perrasakapur hans einnig komið í ljós. „Sami þjálfari þjálfaði líka yngri flokk karla þar sem hann spurði iðkendur hvort við stelpurnar værum ekki í rúnkminni þeirra. Þessi maður hefur þjálfað mörg félagslið kvenna og karla sem og yngri landslið.“

Sögurnar sem ratað hafa á vefinn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér