Juventus tryggði sér farmiða í úrslitaleik ítalska bikarsins í gær eftir markalaust jafntefli við Inter. Juventus hafði unnið fyrri leikinn 2-1 á útivelli.
Antonio Conte stjóri Inter var ekki í sínu besta skapi í leiknum og var pirraður út í sitt gamla félag. Conte náði á sínum tíma góðum árangri með Juventus.
Þegar flautað var til hálfleiks ákvað Conte eð senda Andrea Agnelli, forseta Juventus kalda kveðju. Þegar Conte gekk framhjá honum rétti hann upp löngutöng og sendi Agnelli fingurinn.
Ítalskir miðlar fjalla um að Agnelli hafi lesið yfir Conte að leik loknum og að þeir hafi rifist nokkuð harkalega í göngunum eftir leik.
„Þeir eiga að sýna mér meiri virðingu, ég á skilið meiri kurteisi,“ sagði Conte reiður eftir leik.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Antonio Conte keeping things spicy pic.twitter.com/YShNCpjtjI
— Football Rascal (@FootballRascal) February 10, 2021