Paul Field formaður dómarasamtakanna á Englandi telur það næsta víst að knattspyrnudómari þar í landi verði myrtur á næstu árum. Þetta kemur fram eftir að Mike Dean fékk fjölda morðhótanna í síðustu viku.
Dean, dómari í ensku úrvalsdeildinni hefur fengið það í gegn að dæma ekki í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Dean bað um frí eftir að honum og fjölskyldu hans bárust morhótanir. Dean og fjölskylda hans fengu morðhótanir sendar eftir mistök hjá honum í tveimur leikjum í síðustu viku. Dean gerði sig sekan um mistök þegar hann rak Jan Bednarek varnarmann Southampton af velli í 9-0 tapi gegn Manchester United.
Nokkrum dögum síðar rak hann Tomas Soucek miðjumann West Ham af velli fyrir litar sem engar sakir og voru bæði rauðu spjöldin felld úr gildi.
„Mike Dean er fórnarlamb, hann hugsar um fjölskylduna sína og hag hennar,“ sagði Field um stöðu máli.
Field er öruggur á því að dómari verði myrtur, hann hefur haldið því fram um langt skeið. „Þetta er óásættanlegt, einn daginn verður dómari í þessu landi myrtur. Ég hef varað knattspyrnusambandið við og ég hef rætt þetta við yfirvöld líka.“
„Einn daginn verður samtal okkar um það að dómari hafi verið myrtur.“