fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Sara Björk meðal 20 bestu leikmanna í heimi árið 2020

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 20:15

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefmiðilinn FourFourTwo, telur að Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon og íslenska landsliðsins, sé á meðal 20 bestu leikmanna í kvennaboltanum árið 2020. Vefmiðillinn setur Söru Börk í 16. sæti listans.

Sara átti frábært ár, bæði með þýska liðinu Wolfsburg, franska liðinu Lyon og íslenska landsliðinu. Hún varð þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg, varð Evrópumeistari með Lyon sem vann Meistaradeild Evrópu og var fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi sem fer fram í Englandi 2022.

„Sara Björk gerði sig gildandi hjá tveimur stórliðum í Evrópu. Hún skoraði mark í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir Lyon sem bar sigur úr býtum gegn Wolfsburg, gamla liði hennar. Hennar hæfileikar í því að finna opin svæði og hreyfing hennar á miðjunni eru framúrskarandi. Geta hennar í því að hafa stjórn á boltanum í þröngum svæðum er merki um ró hennar. Íþróttamaður ársins 2020 á Íslandi er klassa leikmaður,“ segir í umsögn FourFourTwo um Söru Björk Gunnarsdóttur.

Sara Björk er íþróttamaður ársins 2020 Mynd/Skjáskot RÚV
Sara Björk – Fréttablaðið/Ernir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands