fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Manchester United gæti nælt í leikmann sem Ferguson mistókst að fá árið 2011

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 20:45

Sir Alex Ferguson. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphael Varane, leikmaður Real Madrid er á radarnum hjá Manchester United fyrir félagsskiptamarkað sumarsins. Þetta herma heimildir Mirror.

Talið er að Manchester United vilji næla sér í reynslumikinn miðvörð fyrir næsta tímabil og Varane þykir álitlegur kostur en samningur hans við Real Madrid rennur út árið 2022.

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, reyndi á sínum tíma að næla í leikmanninn en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Real Madrid, Varane lék þá fyrir Lens í Frakklandi.

„Árið 2011 fór ég til Lille. Zinedine Zidane frétti af því og náði einhvern veginn að stela honum frá mér,“ skrifaði Sir Alex Ferguson, í ævisögu sinni, um reynslu sína af því að reyna næla í Varane.

Óvíst er hvort Varane skrifi undir nýjan samning við spænska félagið og því gæti félagið freistað þess að selja hann frekar en að missa hann á frjálsri sölu.

Varane hefur spilað 346 leiki fyrir Real Madrid, skorað 17 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Hann hefur verið sigursæll með liðinu, unnið spænsku deildina í þrígang, Meistaradeild Evrópu í fjórgang og orðið spænskur bikarmeistari.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands