fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Manchester United gæti nælt í leikmann sem Ferguson mistókst að fá árið 2011

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 20:45

Sir Alex Ferguson. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphael Varane, leikmaður Real Madrid er á radarnum hjá Manchester United fyrir félagsskiptamarkað sumarsins. Þetta herma heimildir Mirror.

Talið er að Manchester United vilji næla sér í reynslumikinn miðvörð fyrir næsta tímabil og Varane þykir álitlegur kostur en samningur hans við Real Madrid rennur út árið 2022.

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, reyndi á sínum tíma að næla í leikmanninn en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Real Madrid, Varane lék þá fyrir Lens í Frakklandi.

„Árið 2011 fór ég til Lille. Zinedine Zidane frétti af því og náði einhvern veginn að stela honum frá mér,“ skrifaði Sir Alex Ferguson, í ævisögu sinni, um reynslu sína af því að reyna næla í Varane.

Óvíst er hvort Varane skrifi undir nýjan samning við spænska félagið og því gæti félagið freistað þess að selja hann frekar en að missa hann á frjálsri sölu.

Varane hefur spilað 346 leiki fyrir Real Madrid, skorað 17 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Hann hefur verið sigursæll með liðinu, unnið spænsku deildina í þrígang, Meistaradeild Evrópu í fjórgang og orðið spænskur bikarmeistari.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið