fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Skrýtnustu klásúlurnar í samningum leikmanna – Nýtt hús á hverju ári, brynvarinn bíll og matreiðslunámskeið

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 12:37

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar gerðir eru samningar við knattspyrnumenn er oftast rætt um lengd samnings, kaup og kjör en það geta einnig læðst inn undarlegar klásúlur og beiðnir, annað hvort af frumkvæði leikmannsins eða félagsins sem hann er að semja við.

Til að mynda var klásúla í fyrsta samningi Robert Lewandowski hjá Bayern Munchen um að hann mætti ekki gera áhættusama hluti sem gætu orðið til þess að hann myndi meiðast. Meðal þess sem Lewandowski var meinað að gera var að fara á skíði, í fjallaklifur og í svifflug. Lewadowski er mikið fyrir útivist og áhættusækna hluti, því var þetta mikilvægur hluti í samningsgerð forráðamanna þýska félagsins.

Rolf-Christel Guie Mien gekk til liðs við Frankfurt frá Karlsruher árið 1999. Meðal þess sem leikmaðurinn vildi hafa í samningi sínum var klásúla um að Frankfurt myndi greiða fyrir matreiðslunámskeið einkonu hans.

Japanski leikmaðurinn Keisuke Honda gekk í raðir Botafogo árið 2020. Það þýddi að hann þyrfti að flytja til brasilísku borgarinnar Rio De Janeiro sem er þekkt fyrir vera staður mikillar glæpastarfsemi. Honda krafðist þess að fá brynvarinn bíl til afnota ef hann myndi ganga til liðs við Botafogo og það fékk hann.

Þegar að Giuseppe Reina, gekk til liðs við Arminia Bielefeld árið 1996 krafðist hann þess að félagið myndi byggja fyrir hann hús fyrir hvert ár sem hann væri hjá félaginu. Hins vegar láðist honum að hafa með í samningnum hversu stórt húsið ætti að vera og því fékk hann einungis hús gerð úr Lego-kubbum næstu þrjú árin frá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Í gær

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“