fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Orðið á götunni: Mbappe áfram hjá PSG – Sancho til Manchester United í sumar?

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 11:45

Kylian Mbappé. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú líkt og áður eru margar sögusagnir á kreiki um málefni leikmanna og félaga í knattspyrnuheiminum. Hér verður snert á því helsta sem er að frétta úr slúðurheimi knattspyrnunnar.

Tottenham hefur ekki hafið viðræður við framherja sinn Heung Min Son um nýjan samning. José Mourinho knattspyrnustjóri liðsins telur að félagið sé að bíða eftir rétta tækifærinu til þess að hefja viðræður en Covid-19 hefur haft mikil áhrif á fjárhag félagsins. Samningur Son við Tottenham rennur út árið 2023. – Evening Standard

Talið er að Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund yfirgefi félagið í sumar. Manchester United er talinn líklegasti áfangastaðurinn. – DailyMirror

Það mun enn og aftur reynast erfitt fyrir Crystal Palace að halda í kantmann sinn Wilfried Zaha sem er undir smásjá stórra liða í Evrópu. Hingað til hefur félaginu tekist að halda í leikmanninn en draumur Zaha um að spila í Meistaradeild Evrópu er farinn að toga í hann – Mail

Kylian Mbappe gæti verið áfram hjá Paris-Saint Germain eftir tímabilið þrátt fyrir áhuga frá Liverpool og Real Madrid. – Talksport

Marc Overmars, er orðaður við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá sínum fyrrum félögum, Arsenal og Barcelona. Overmars er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá hollenska liðinu Ajax. – Mundo Deportivo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Í gær

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“