Manchester United gerði 3-3 jafntefli við Everton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liðið er í 2. sæti deildarinnar fimm stigum á eftir Manchester City sem á einnig leik til góða.
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði eftir leikinn að liðið ætti ekki að teljast sem eitt af þeim liðum sem sé að berjast um titilinn.
Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sport, furðaði sig á þessum orðum og telur að Manchester United hafi klúðrað tækifæri sínu á titilbaráttu.
„Ég held að Manchester United hafi klúðrað þessu núna, þeir eru nánast búnir að tala sig út úr þessu. Þegar að ég hlusta á knattspyrnustjóra liðsins í viðtali eftir leik fæ ég þá tilfinningu að þeir séu bara sáttir með að vera með, ég trúi þessu ekki,“ sagði Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports.
Næsti leikur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni er þann 14. febrúar á útivelli gegn West Brom.
.