fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Ollie Watkins tryggði Aston Villa sigur gegn Arsenal sem tapaði sínum öðrum leik í röð

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 14:28

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa tók á móti Arsenal í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Aston Villa en leikið var á heimavelli liðsins, Villa Park.

Matthew Ryan, stóð í marki Arsenal í fjarveru Bernd Leno og var Rúnar Alex Rúnarsson því á meðal varamanna Arsenal í leiknum.

Leikurinn byrjaði með hvelli því fyrsta og eina mark leiksins kom strax á 2. mínútu. Það skoraði framherji Aston Villa, Ollie Watkins eftir stoðsendingu frá Bertrand Traoré.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum þrátt fyrir ágætis færi á báða bóga. Sigur Aston Villa þýðir það að liðið lyftir sér upp í 8. sæti deildarinnar með 35 stig. Arsenal er hins vegar í 10. sæti deildarinnar með 31 stig og hefur nú tapað tveimur leikjum í röð.

Aston Villa 1 – 0 Arsenal 
1-0 Ollie Watkins (‘2)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag