fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Markvörður Ajax í tólf mánaða bann – Segist óvart hafa tekið pillu sem konan hans átti

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 10:18

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andre Onana markvörður Ajax spilar ekki fótbolta næsta árið. UEFA hefur dæmt hann í tólf mánaða bann eftir að ólögleg lyf fundust í líkama hans.

Onana var lyfjaprófaður í lok október og þar fannst lyfið Furosemide sem er ólöglegt í íþróttum. Onana pissaði í glas og þar komst upp um atvik hans.

Á vef Ajax kemur fram að Onana hafi vaknað slappur þennan morgun, hann hafi viljað taka verkjalyf en hafi óvart tekið pillu sem var skrifuð á eiginkonu hans. Þannig segir hann frá málinu.

UEFA segir i dómi sínum að Onana hafi ekki ætlað sér að svindla en að atvinnumaður í íþróttum eigi að vera meðvitaður um að taka ekki hvaða pillu sem er. Lyfið á að hjálpa við að losna við vatn og salt úr líkamanum.

„Við viljum ekki hafa svona í okkar íþrótt, þetta er áfall fyrir okkur. Þetta er áfall fyrir Andre og okkur, hann er frábær markvörður,“ sagði Edwin van der stjórnarformaður Ajax.

„Við vonuðumst eftir mildari dóm eða engum, hann var ekki að styrkja líkama sinn með þessu lyfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár