Borussia Dortmudn hefur lækkað verðmiða sinn á Jadon Sancho all hressilega til að freista þess að Manchester United kaupi hann í sumar. Þýska blaðið Bild segir frá þessu.
United vildi kaupa Sancho síðasta sumar en félagið var ekki tilbúið að borga þá 108 milljónir punda fyrir Sancho.
Sancho sem er tvítugur hefur viljað snúa aftur í enska boltann eftir góð ár í Dortmund. Þýska félagið hefur nú lækkað verðmiða sinn niður um 20 milljónir punda.
Bild segir að Sancho verði til sölu fyrir 88 milljónir punda í sumar en það gæti freistað United til að klára kaupin.
Sancho var hjá Manchester City áður en fór til Þýskalands þar sem hann hefur slegið í gegn síðustu ár.