fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Liverpool að krækja í ungstirni – Wayne Rooney svekktur en varnarlaus

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 29. janúar 2021 10:09

Kaide Gordon til vinstri Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney knattspyrnustjóri Derby hefur greint frá því að ungstirni félagsins, Kaide Gordon sé að ganga í raðir Liverpool. Hann er svekktur en kveðst varnarlaus, ekkert sé hægt að gera þegar stóru liðin koma.

Gordon er 16 ára leikmaður sem hefur spilað með Derby á þessu tímabili en hann hefur vakið mikla athygli í unglingaliði Derby.

Derby hefur reynt allt til þess að fá Gordon til að gera lengri samning en hann hefur kosið að fara til Liverpool.

„Hann virðist vera á leið til Liverpool, þegar Englandsmeistararnir koma þá er erfitt að hafna því,“ sagði Rooney um þennan hæfileikaríka kantmann frá Englandi.

„Kaide er frábær leikmaður, ég fékk hann inn í aðalliðið því ég sé hvað hann er góður. Hann er ungur og hefur lengi verið með tilboð frá okkur. Hann hefur ekki viljað skrifa undir.“

„Liverpool vissi af þessu og hafa stigið inn, það er erfitt fyrir leikmenn að hafna Liverpool. Ég skil það vel. Ef eitthvað af stóru liðum ensku úrvalsdeildarinnar koma, þá er þetta erfið staða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Í gær

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Í gær

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Í gær

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 2 dögum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina