fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Segir að drónar muni mynda trillukarla að gera þarfir sínar og „veifa afturendanum við verkið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. janúar 2021 18:00

Sigurgeir og húsnæði Fiskistofu. Mynd af húsnæði: Reitir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurgeir Jónsson, smábátasjómaður í Suðurnesjabæ, er ósáttur við fyrirætlanir Fiskistofu um að nota dróna við eftirlit með sjómönnum að störfum og telur að eftirlitið, eins og það er boðað, muni vega mjög að persónuvernd og friðhelgi einkalífsins. Segir hann óhjákvæmilegt að drónarnir muni mynda smábátasjómenn bera að neðan við að gera þarfir sínar. Þetta kemur fram í grein Sigurgeirs í Morgunblaðinu í dag, en hann segir að skilja megi deildarstjóra veiðieftirlits Fiskistofu á þann veg að leyfð verði ótakmörkuð not drónanna við eftirlit. Greinin hefst á þessum orðum:

„Á vef Fiskistofu er hinn 7. janúar 2021 frétt frá stofunni um að hún hafi tekið í notkun dróna við eftirlit. Í fréttinni kemur fram að drónarnir verði notaðir við eftirlit á sjó, vötnum og landi. Í
fréttinni er tekið fram að aflað hafi verið allra tilskilinna leyfa. Líka er sagt til hverra menn eigi að snúa sér ef þeir vilji frekari upplýsingar og hafði undirritaður samband við deildarstjóra veiðieftirlits Fiskistofu og spurði um útgáfu leyfanna og hvort sjávarútvegsráðherra eða einhver í hans umboði hefði gefið leyfi fyrir notkun drónanna í höfnum eða yfir fiskiskipi við löndun eða hver önnur störf sem fylgja fiskiskipi. Ekki var annað á deildarstjóranum að skilja en sjávarútvegsráðherra hefði leyft ótakmörkuð afnot drónanna við eftirlit, þar með talið að fylgjast með skipverjum við komu að skipi eða brottför, allt að dyrum heimilis skipverjans, í raun mætti Fiskistofa fylgjast með skipverjanum allan sólarhringinn hvar sem næðist til hans.“

Sigurgeir rifjar upp að fyrir tveimur árum hafi staðið til að setja upp eftirlitsmyndavélar um borð í trillum og önnur fiskiskip til að fylgjast með skipverjum að störfum. Í því samhengi útskýrir Sigurgeir salernisaðstöðuna um borð í trillum og hvernig slíkt eftirlit fellur illa að henni:

„Fyrir tveimur árum viðraði þáverandi fiskistofustjóri þá hugmynd að setja um borð í trillur sem önnur fiskiskip myndavélar til að Fiskistofa gæti fylgst með skipverjum við störf
sín. Sagðist Fiskistofa vera með heimild frá ráðherra til að fara í þetta. Fiskistofa var spurð hvort henni væri kunnugt um að í fæstum þeim fleytum sem stunda handfæraveiðar væri önnur salernisaðstaða en borðstokkurinn, sem myndavélin ætti að mynda, eða fata og óhjákvæmilegt væri að neðrihluti líkama manna sem væru að gera þarfir sínar yrði í mynd við eftirlitið
sökum smæðar þeirrar fleytu sem Fiskistofa teldi nauðsynlegt að fylgjast með ef eyðing fiskstofna á Íslandsmiðum ætti ekki að eiga sér stað.“

Segir Sigurgeir að horfið hafi verið frá þessum ráðstöfunum en drónarnir muni gegna sama hlutverki og eftirlitsmyndavélarnar áttu að gera. Trillukarlar muni hins vegar halda áfram að gera þarfir sínar undir beru lofti:

„En trillukarlar munu halda áfram að gera þarfir sínar úti á dekki á klósettlausum trillum og veifa afturendanum við verkið hvort sem dróni frá ráðherra strandveiða og grásleppu er við myndatöku af viðburðinum eða ekki.“

Sigurgeir sendir skýr skilaboð undir lok greinar sinnar: „Nei ráðherra, svona á ráðherra ekki að gera.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur