fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Segir að Thiago geri Liverpool að lélegra liði

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Didi Hamann. fyrrum miðjumaður Liverpool telur að Thiago Alcantara geri Liverpool að lélegra liði en það var fyrir. Spænski miðjumaðurinn gekk í raðir Liverpool síðasta haust frá FC Bayern.

Thiago er að komast í gang eftir erfiða byrjun og hefur tekið þátt í síðustu leikjum. Hamann segir að Thiago skemmi allt það góða sem Liverpool hefur byggt upp síðustu ár.

„Liverpool hefur um talsvert skeið verið mikið með boltann en þeir fundu alltaf leið til að brjóta upp varnir,“ sagði Hamann.

„Takturinn í liðinu mun breytast með Thiago þarna og ekki til betri vegar að mínu viti. Hann er bestur þegar lið heldur boltanum lengi, það er ekki það sem Liverpool hefur gert síðustu ár.“

„Thiago hægir á leiknum og spilar í raun ekki eins og Liverpool vill spila.“

„Liverpool hefur verið með duglega miðjumann, ekki eins hæfileikaríka og Thiago. En þegar þeir fá boltann þá senda þeir hann strax á Mane og Salah. Ef þú kemur boltanum fljótt út á þá, þá er mjög erfitt að stoppa þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“