fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Fögnuður United pirrar hann: „Fögnuðu eins og þeir hefðu unnið deildina“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ralph Hasenhuttl stjóri Southampton segir að leikmenn Manchester United hafi gengið oft langt í að fagna sigrinum á lærisveinum hans í gær.

Manchester United vann 2-3 sigur gegn Southampton í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, leikið var á St. Mary’s, heimavelli Southampton. Manchester United lenti 2-0 undir í leiknum en náði að koma til baka og tryggja sér þrjú stig úr leiknum. Jan Bednarek kom Southampton yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá James Ward-Prowse.

Ward-Prowse var síðan sjálfur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu Southampton með marki úr aukaspyrnu á 33. mínútu. David De Gea, markvörður Manchester United, hefði átt að gera betur og koma í veg fyrir markið. De Gea þurfti að fara af velli á 46. mínútu vegna meiðsla, inn á kom varamarkvörðurinn Dean Henderson.

Leikar stóðu 2-0 allt þar til á 60. mínútu. Þá minkaði Bruno Fernandes muninn fyrir Manchester United með marki eftir stoðsendingu frá Edinson Cavani. Cavani jafnaði leikinn fyrir Manchester United með marki á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Cavani var síðan aftur á ferðinni í uppbótartíma venjulegs leiktíma er hann tryggði Manchester United öll stigin þrjú með marki á 92. mínútu.

„Við gátum heyrt þá fagna í klefanum, þeir átta sig greinilega á því hversu erfiðir andstæðingar við erum því þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið ensku úrvalsdeildina,“ sagði Hasenhuttl og var ekki skemmt.

„Þessi fögnuður segir mér eitthvað, þetta segir mikið um okkar lið því þeir fögnuðu svo mikið.“

„United varð að spila sinn besta leik til að vinna okkur, við getum verið stoltir af spilamennsku okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið