Birkir Bjarnason byrjaði á bekknum þegar lið hans Brescia tók á móti Frosinone í ítölsku B-deildinni.
Gestirnir byrjuðu betur og náðu þeir forystu á 27. mínútu með marki frá Francesco Zampano. Ernesto Torregrossa jafnaði metin fyrir heimamenn á 33. mínútu.
Birki Bjarnasyni var skipt inn á á 63. mínútu. Hann var þó ekki lengi á vellinum því hann fékk tvö gul spjöld á fjórum mínútum og þar með rautt. Fyrra spjaldið fékk hann mínútu eftir að hann steig inn á völlinn og það síðara á 67. mínútu. Brescia spiluðu því manni færri í rúmlega 20 mínútur.
Gestirnir nýttu sér að vera manni fleiri og skoruðu sigurmarkið á 84. mínútu.
Frosinone situr í fimmta sæti með 16 stig og Brescia er í 11. sæti með níu stig.
Brescia 1 – 2 Frosinone
0-1 Francesco Zampano (27′)
1-1 Ernesto Torregrossa (33′)
1-2 Piotr Parzyszek (84′)
Rautt spjald: Birkir Bjarnason, Brescia (67′)