fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi

Sóley Guðmundsdóttir
Laugardaginn 28. nóvember 2020 14:57

Birkir Bjarnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Bjarnason byrjaði á bekknum þegar lið hans Brescia tók á móti Frosinone í ítölsku B-deildinni.

Gestirnir byrjuðu betur og náðu þeir forystu á 27. mínútu með marki frá Francesco Zampano. Ernesto Torregrossa jafnaði metin fyrir heimamenn á 33. mínútu.

Birki Bjarnasyni var skipt inn á á 63. mínútu. Hann var þó ekki lengi á vellinum því hann fékk tvö gul spjöld á fjórum mínútum og þar með rautt. Fyrra spjaldið fékk hann mínútu eftir að hann steig inn á völlinn og það síðara á 67. mínútu. Brescia spiluðu því manni færri í rúmlega 20 mínútur.

Gestirnir nýttu sér að vera manni fleiri og skoruðu sigurmarkið á 84. mínútu.

Frosinone situr í fimmta sæti með 16 stig og Brescia er í 11. sæti með níu stig.

Brescia 1 – 2 Frosinone
0-1 Francesco Zampano (27′)
1-1 Ernesto Torregrossa (33′)
1-2 Piotr Parzyszek (84′)
Rautt spjald: Birkir Bjarnason, Brescia (67′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

City sagt ætla í harða baráttu við Liverpool næsta sumar

City sagt ætla í harða baráttu við Liverpool næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Klár í slaginn London í kvöld en þarf að svara til saka fyrir fimm nauðganir í fyrramálið

Klár í slaginn London í kvöld en þarf að svara til saka fyrir fimm nauðganir í fyrramálið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal mætir haltrandi til Spánar – Margir lykilmenn frá vegna meiðsla

Arsenal mætir haltrandi til Spánar – Margir lykilmenn frá vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það