fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Hættir í vinnunni einungis 22 ára gamall – Fékk morðhótanir og hræðileg einkaskilaboð

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 09:30

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kvíðinn var klikkaður,“ segir Josh Hope í samtali við SPORTbible en Josh ákvað að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall. „Þetta er eitthvað sem ég skildi aldrei almennilega en vissi alltaf af. Ég fór að sofa og kveið fyrir því að vakna og fara á æfingu. Ég gat engan veginn borðað á leikdögum.“

Ástæðan fyrir kvíðanum sem Josh glímdi við er gríðarlegt áreiti á netinu. „Ég er búinn að vera að spila ágætlega en ég var ekki nógu góður alltaf. Ég var ekki þar sem ég vildi vera,“ segir Josh í viðtalinu. „Ég fékk dæmt á mig víti. Það kemur fyrir en eftir þennan leik fékk ég sérstaklega mikið af neikvæðum merkingum á netinu. Þá fékk ég líka mikið af einkaskilaboðum.“

Meðal þess sem fólk sagði við Josh í skilaboðunum voru morðhótanir. „Einn sagði að hann myndi drepa mig ef ég gæfi annað víti. Þetta er hræðilegur vítahringur því þú verður svo hræddur við að klúðra að þú getur ekki spilað almennilega. Þegar þú færð svona mikið hatur þá skiptir ekki máli hvort þú spilir vel í öðrum leikjum, fólk er búið að ákveða hvað því finnst um mann.“

Eftir allt áreitið vildi Josh ekki spila fótbolta lengur. Óttinn og kvíðinn héldu honum aftur og á endanum gat hann ekki spilað sinn besta leik. „Þetta var komið á þann stað að það sem ég elskaði var orðið að því sem ég hataði mest. Mér leið hræðilega þegar ég gerði mér grein fyrir því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“