fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Nadía Sif tjáir sig um málefni Greenwod: „Skíturinn sem hann fær í fjölmiðlum er ekki í lagi“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood sóknarmaður Manchester United fékk frí frá æfingum í síðustu viku til jafna sig eftir áfall. Vinur hans svipti sig lífi á dögunum aðeins 17 ára gamall.

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United ætlar að passa upp á að Greenwood komi sér hægt og rólega af stað eftir erfiða tíma. Hann hefur fengið slæma útreið í fjölmiðlum eftir að hafa verið rekinn úr enska landsliðinu í Reykjavík, eftir brot á sóttvarnarreglum.

Mason hefur upplifað erfiða tíma eftir að Jeremy Wisten vinur hans svipti sig lífi, hann hafði verið í herbúðum Manchester City. „Það er eðlilegt að líða ekki vel og þegar þér líður ekki vel þá æfir þú ekki. Hann fékk að fara aðeins í burtu, hann fékk 9 daga frí frá æfingum. Við erum að byggja hann upp aftur, ég hef engar áhyggjur af honum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um málið.

Mason fagnaði á dögunum og tileinkaði vini sínum markið.
Getty Images

Greenwood var rekinn úr enska landsliðinu eftir að hafa eytt nótt með Nadíu Sif Gunnarsdóttir á Hótel Sögu í september, síðan þá hafa enskir fjölmiðlar verið á bakinu á honum.

„Ég hef ekki rætt þetta lengi, ég vil bara segja að allur þessi skítur sem hann fær í fjölmiðlum er ekki í lagi,“ skrifar Nadía í svari við spurningu á Instagram.

„Hann er bara 19 ára, það er ekki auðvelt að verða svona frægur og eignast miljónir stuðningsmanna á stuttum tíma. Enginn stórstjarna hefur höndlað þetta auðveldlega.  Látið hann í friði og hann kemur sterkari til baka.“

Nadía hafði í haust tjáð sig um nóttina með Greenwood við enska götublaðið The Sun ,,Mason kyssti mig og það varð hiti hjá okkur,“ sagði Nadía Sif önnur af íslensku stúlkunum sem fór á hótel enska landsliðsins í einkaviðtali við The Sun sem birtist skömmu eftir atvikið.

„Það gerðust hlutir, en ég ætla ekki að ræða smáatriði. Hann var í góðu formi, ég kunni að meta það að hann væri hærri í loftinu en ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool skellir verðmiða á Konate ef hann fer í sumar

Liverpool skellir verðmiða á Konate ef hann fer í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Klopp áttar sig ekki á því hvar Slot ætlar að spila Wirtz

Klopp áttar sig ekki á því hvar Slot ætlar að spila Wirtz
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur sig hafa séð geimverur þegar hún var í einkaflugvél með manni sínum – Sjáðu myndina

Telur sig hafa séð geimverur þegar hún var í einkaflugvél með manni sínum – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Napoli vill ekki fá Nunez

Napoli vill ekki fá Nunez
433Sport
Í gær

Breiðablik valtaði yfir Albanina

Breiðablik valtaði yfir Albanina
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París
433Sport
Í gær

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho