fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Verður þetta byrjunarliðið sem nýr landsliðsþjálfari treystir á?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren lauk leik sem landsliðsþjálfari Íslans gegn Englandi í gær, í rúm tvö ár hefur þessi geðþekki Svíi verið við stýrið.

Hamren tók sjálfur þá ákvörðun að stíga til hliðar og aldrei fóru neinar viðræður við KSÍ áframhaldandi starf, hann vildi stíga til hliðar eftir að hafa mistekist að koma liðinu á Evrópumótið.

Óvíst er hvaða leið stjórn KSÍ fer, mun stjórn sambandsins halda áfram að leita út fyrir landsteinana eða horfa inn á við.

Nýr þjálfari gæti breytt einhverju í liðsvali sínu en Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson, Ari Freyr Skúlason og fleiri gætu horfið á braut eða farið í minna hlutverk. Allir hafa gefið í skyn að þeir gætu hætt í landsliðinu.

Mesta breytingin yrði þá í öftustu línu, líklegast verður að telja að Rúnar Alex Rúnarsson fái traustið í markinu og að Sverrir Ingi Ingason komi inn fyrir Kára Árnason. Ragnar Sigurðsson er 34 ára og gæti tekið eina undankeppni til viðbótar.

Alfons Sampsted bakvörður Bodo/Glimt, besta liðs Noregs er líkur til þess að koma inn í stöðu hægri bakvarðar og þá gæti Guðlaugur Victor Pálsson farið inn á miðsvæðið.

Yngri leikmenn eins og Ísak Bergmann Jóhanesson og Jón Dagur Þorsteinsson gætu svo komið inn í liðið hægt og rólega, Ekki er pláss fyrir miklar breytingar á leikaðferðum eða hugmyndafræði vegna þess hversu lítill tími er til undirbúnings.

Liðið fær um tvær æfingar í mars saman áður en liðið fer í þrjá keppnisleiki um sæti á HM. Undankeppni HM verður spiluð þétt og slæm úrslit í mars gætu einfaldlega bundið enda á drauminn um HM í Katar. Allir leikir Íslands þar verða á útivelli, þrír af fimm í undankeppni HM.

Verður þetta byrjunarlið Íslands þegar undankeppnin hefst í mars?

ÚMögulegt byrjunarlið Íslands í undankeppni HM:
Rúnar Alex Rúnarsson

Alfons Sampsted
Ragnar Sigurðsson
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon

Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Birkir Bjarnason

Gylfi Þór Sigurðsson

Alfreð Finnbogason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla