fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Hataði Benitez fyrir að hafa látið sig yfirgefa Liverpool

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 18:49

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að honum hafi liðið illa eftir að hafa verið látinn yfirgefa félagið og að hann hafi lengi verið reiður út í Rafael Benitez, þáverandi knattspyrnustjóra félagsins.

Benitez tók við Liverpool árið 2004 og fór fljótlega að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum til að koma sínu handbragði á liðið. Hann seldi leikmenn á borð við Michael Owen, Markus Babbel og Danny Murphy til þess að fá inn pening fyrir nýjum leikmönnum.

„Að heyra Benitez segja að minna krafta væri ekki lengur óskað hjá félaginu, var erfitt,“ sagði Danny Murphy í viðtali við Drivetime.

Benitez var hreinskilinn við Murphy á þessum tíma og það hafði ekkert upp á sig fyrir leikmanninn að biðja stjórann um að endurhugsa þessa ákvörðun sína.

„Ég reyndi að fá hann til að skipta um skoðun en hann endurtók bara að minn tími hjá félaginu væri liðinn,“ sagði Murphy.

Murphy bar lengi kala í brjósti til Benitez. Hann sé þó búinn að takast á við reiðina núna.

„Þegar að ég lít til baka þá kann ég að meta hreinskilni knattspyrnustjórans. Ég hataði hann á þessum tíma en ekki lengur. Ég skil hvað lá að baki ákvörðuninni,“ sagði Murphy.

Danny Murphy gekk til liðs við Charlton Athletic og átti seinna eftir að spila fyrir Tottenham, Fulham og Blackburn Rovers.

Liverpool fór vel af stað undir stjórn Benitez, liðið vann Meistaradeildina á hans fyrsta tímabili.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot