fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

„Það koma stærri próf fyrir Rúnar Alex en hann stóðst þetta án vandræða“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. október 2020 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson spilaði allan leikinn í marki Arsenal í öruggum 3-0 sigri gegn Dundalk í Evrópudeildinni í gær.

Arsenal gerði út um leikinn á nokkurra mínútna kafla. Edward Nketiah skoraði fyrsta mark leiksin á 42. mínútu. Annað mark Arsenal skoraði Joseph Willock á 44. mínútu. Arsenal gátu gengið sáttir til hálfleiks.

Þeir byrjuðu síðari hálfleik af krafti. Þriðja mark Arsenal kom á 46. mínútu. Þar var að verki Nicolas Pépé. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Rúnar Alex getur fagnað góðum sigri í sínum fyrsta leik með Arsenal. Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Rúnar Alex hafði ekki mikið að gera í leiknum en fær fína dóma í enskum blöðum fyrir frumraun sína. „Það er ólíklegt að Rúnar muni hafa minna að gera í næsta leik, þessi íslenski landsliðsmaður var að spila sinn fyrsta leik og það reyndi lítið á hann,“ skrifar London Evening Standard sem gefur Rúnari sex í einkunn.

„Það er erfitt að draga stóran lærdóm af þessari frammistöðu og hæfileikum, það sem hann þurfti að gera var vel gert. Rúnar fékk skot á sig snemma leiks af löngu færi og var öruggur þegar fyrirgjafir komu.“

„Það sem vakti mesta athygli var staða hans á vellinum þegar Arsenal var með boltann, hann er þekktur fyrir gæði í löppunum og vildi vera með. Hann var oft kominn vel út fyrir vítateig.“

„Það koma stærri próf fyrir Rúnar en hann stóðst þetta án vandræða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“