fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Evrópumeistararnir byrja á sigri – Ensku liðin með sigra

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 21:02

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld. Evrópumeistarar Bayern Munchen áttu ekki í vandræðum með Atletico Madrid á heimavelli, leikurinn fór 4-0 fyrir heimamenn. Liverpool vann 0-1 sigur á Ajax í Amsterdam og Manchester City vann Porto 3-1 á heimavelli. Þú getur lesið um öll úrslit kvöldsins hér fyrir neðan.

A-riðill
Evrópumeistarar Bayern Munchen hófu titilvörn sína á 4-0 sigri gegn Atletico Madrid, leikið var Allianz Arena í Munchen. Bayern átti ekki í vandræðum með spænska liðið, þeir leiddu 2-0 í hálfleik og bættu síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik frá Corentin Tolisso á 66. mínútu og Kingsley Coman á 72. mínútu. Lokatölur 4-0 sigur Bayern Munchen.

B-riðill
Inter Milan gerði 2-2 jafntefli við þýska liðið Borussia Mönchengladbach, leikið var á Giuseppe Meazza í Mílanó. Romelu Lukaku kom Inter yfir með marki á 49. mínútu. Á 63. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu, Ramy Bensebaini tók spyrnuna og jafnaði leikinn. Þýska liðið komst yfir með marki á 84. mínútu en Lukaku jafnaði leikinn fyrir Inter með marki á 90. mínútu. Lokatölur á Ítalíu 2-2.

C-riðill
Manchester City kom til baka eftir að hafa lent 0-1 undir gegn Porto og vann 3-1 sigur. Luis Diaz kom Porto yfir á 14 mínútu. Mörk frá Aguero, Gundogan og Ferran Torres sáu til þess að Manchester City byrjar sitt tímabil í Meistaradeildinni á sigri.

Gríska liðið Olympiakos tók á móti franska liðinu Marseille. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það skoraði Ahmed Hassan Koka, leikmaður Olympiakos á 90. mínútu. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahóp Olympiakos.

D-riðill
Liverpool vann 0-1 sigur á Ajax í Amsterdam. Eina mark leiksins var sjálfsmark, en það var Nicolas Tagliafico sem varð fyrir því óláni að skora það á 35. mínútu leiksins.

Ítalska liðið Atalanta gerði góða ferð til Danmerkur þar sem vannst 0-4 sigur á Mikael Anderson og félögum í FC Midtjylland. Atalanta leiddi 0-3 í hálfleik og Aleksey Miranchuk innsiglaði síðan 0-4 sigur ítalska liðsins með marki á 89. mínútu. Mikael byrjaði á varamannabekk FC Midtjylland en kom inn á þegar 87. mínútur voru liðnar af leiknum.

 

A-riðill
Bayern Munchen 4 – 0 Atletico
 Madrid
1-0 Kingsley Coman (’28)
2-0 Leon Goretzka (’41)
3-0 Corentin Tolisso (’66)
4-0 Kingsley Coman (’72)

B-riðill
Inter Milan 2 – 2 Borussia Mönchengladbach
1-0 Romelu Lukaku (’49)
1-1 Ramy Bensebaini (’63, víti)
1-2 Jonas Hofmann (’84)
2-2 Romelu Lukaku (’90)

C-riðill
Manchester City 3 – 1 Porto
0-1 Luis Diaz (’14)
1-1 Sergio Aguero (’20, víti)
2-1 Illkay Gundogan (’65)
3-1 Ferran Torres (’73)

Olympiacos 1 – 0 Marseille
1-0 Ahmed Hassan Koka

D-riðill
Ajax 0 – 1 Liverpool
0-1 Nicolas Tagliafico (’35, sjálfsmark)

FC Midtjylland 0 – 4 Atalanta
0-1 Duvan Zapata (’26)
0-2 Alejandro Gomez (’36)
0-3 Luis Muriel (’42)
0-4 Aleksey Miranchuk (’89)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“