fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Hannes um ljótar tölur og draugamarkið – „Ekki fræðilegur að hann hafi séð þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 11. október 2020 20:59

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið reið ekki feitum hesti gegn Dönum í Þjóðadeildinni þegar leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland tapaði 3-0 og átti aldrei möguleika í leiknum.

Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli snemma leiks og Danir skoruðu svo sitt fyrsta mark undir lok fyrri hálfleiks. EKki er öruggt að boltinn hafi farið inn en mistökin sem Hannes Þór Halldórsson gerði í aðdraganda þess voru dýr.

Botninn hrundi svo úr leik Íslands í síðari hálfleik. Aðstoðardómarinn taldi sig hafa séð boltann inni í fyrsta markinu, eitthvað sem er nánast ómögulegt.

„Þetta eru ljótar tölur, við vorum að mæta frábæru liði. Þeir áttu ekki færi í fyrri hálfleik, svo fá þeir þetta mark. Það kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur, við köstum leiknum svo frá okkur í upphafi seinni hálfleiks,“ sagði Hannes Þór Halldórsson um leikinn á Stöð2 Sport í kvöld.

Hannes telur að boltinn hafi ekki farið inn. „Ég upplifði ekki að hann væri inni, hann er hálfur inni en ég næ að skófla honum út. Það er ekki fræðilegur að hann hafi séð þetta, höndin mín er fyrir sjónarhorni línuvarðarins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið