fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Fátækir blása til mótmæla við þingsetningu á morgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. september 2020 14:00

Mynd: Skandall.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt, efna til mótmælastöðu við setningu Alþingis kl. 13.30 á morgun, fimmtudag.

Öryrkjar, aldraðir, námsmenn, atvinnulausir, láglaunafólk og aðstandendur þessara hópa, ásamt öllum sem vilja, eru hvattir til að mæta.

Á vefnum Skandall.is er fjallað um málið og þar segir:

Boðað er til samstöðu á Austurvelli við þingsetningu Alþingis fimmtudaginn 1. október, samstöðu sem er þá nokkurskonar þögul mótmæli á vegum fólks í fátækt til að minna á að enn bíðum við eftir kjarabót Katrínar forsætisráðherra okkur til handa.

Hversu lengi á fólk í fátækt, fatlaðir og langveikir að búa við óviðunandi kjör og þurfa að leita til hjálparstofnana sér til aðstoðar, sem þó dugir skammt?
Hversu langt aftur úr öðrum þarf þessi hópur að dragast áður en gripið er í (stjórnar)taumana?

Örorkugreiðslur duga ekki fyrir nauðsynjum og hafa ekki gert lengi. Hvað þá framfærslustyrkur sveitarfélaganna sem er enn lægri.

Fólk úr þessum hópi situr uppi með skömmina yfir fátækt og erfiðum aðstæðum sínum, aðstæðum sem að það bjó ekki sjálft til og kemst ekki sjálft úr. Það er þó engin skömm að því að lifa í fátækt. Skömmin er öll stjórnvalda – því skilum við skömminni þangað sem hún á heima. Til þeirra sem valdið hafa og taka sínar pólitísku ákvarðanir án þess að gæta að hvern þær skaða.

Því segjum við – Komum úr felum – mættu með okkur á Austurvöll á fimmtudaginn – sýnum Alþingi og ríkisstjórninni að við erum hérna – að við erum afl sem er ekki hægt að horfa framhjá lengur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“