fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Tjáir sig um klósettferð gærdagsins: „Náttúran kallaði“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 10:12

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti leikurinn í fjórðu umferð enska deildarbikarsins var spilaður í gær. Tottenham hafði betur gegn Chelsea eftir vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og því var farið í vítaspyrnukeppni.

Timo Werner skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Chelsea á 19. mínútu. Chelsea var með yfirhöndina allt þar til á 83. mínútu. Érik Lamela jafnaði þá metin fyrir Tottenham og tryggði þeim vítaspyrnukeppni. Þar hafði Tottenham betur. Vítaspyrnurnar voru öruggar hjá báðum liðum þar til Mason Mount fór á punktinn fyrir Chelsea. Hann hitti ekki á markið og sigur Tottenham því staðreynd.

Atvik leiksins átti sér hins vegar stað þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Eric Dier varnarmaður Tottenham rauk þá af velli þegar hann þurfti nauðsynlega á klósettið.

Allir voru meðvitaðir um að Dier hefði þurft á klósettið en þegar Chelsea fór að nýta sér liðsmuninn fékk stjóri Tottenham nóg. Þegar Chelsea hafði fengið dauðafæri rauk Jose Mourinho stjóri Tottenham inn í klefa og öskraði á Dier að koma sér út á völlinn.

„Mourinho var ekki glaður en það var ekkert sem ég gat gert. Náttúran kallaði,“ sagði Dier eftir klósettferðina og sigurinn.

„Ég heyrði að þeir hefðu fengið gott færi, ég var þakklátur fyrir að þeir hafi ekki náð að skora.“

Mourinho hafði gaman af atvikinu eftir leik. „Dier gat ekkert annað gert, þetta er eðlilegt þegar líkamanum vantar vökva. Ég vissi hvað hann væri að gera en ég ákvað að setja pressu á hann að koma aftur. Hann var frábær í leiknum,“ sagði stjórinn frá Portúgal.

 

View this post on Instagram

 

The real M.O.M

A post shared by Eric Dier (@ericdier15) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist
433Sport
Í gær

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar