Íslenska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir var á skotskónum þegar lið hennar Valerenga vann 7-0 sigur á Klepp í norsku úrvalsdeildinni.
Ingibjörg skoraði fjórða mark Valerenga með skalla eftir hornspyrnu.
Valerenga er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 31 stig eftir fjórtán leiki.
MÅL! På overtid av omgangen får vi corner. Sherida Spitse slår inn og Sigurdardottir kommer stormende og setter hodet til ballen. 4-0
— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) September 27, 2020