Grindavík og Magni mættust í Lengjudeild karla í dag, leikið var í Grindavík. Heimamenn unnu leikinn, lokatölur 3-1.
Oddur Bjarnason kom Grindavík yfir á 25. mínútu. Sigurjón Rúnarsson tvöfaldaði síðan forystu Grindavíkur á 38. mínútu.
Oddur Bjarnason var síðan aftur á ferðinni er hann skoraði þriðja mark Grindavíkur á 44. mínútu.
Elías Tamburini, leikmaður Grindavíkur var síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 86. mínútu.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Grindavík er í 5. sæti deildarinnar með 29. stig og eiga enn tölfræðilegan möguleika á að komast upp í Pepsi-Max deildina. Magnamenn eru hins vegar í neðsta sæti deildarinnar með 9 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.
Grindavík 3-1 Magni
1-0 Oddur Bjarnason (’25)
2-0 Sigurjón Rúnarsson (’38)
3-0 Oddur Bjarnason (’44)
3-1 Elias Tamburini, sjálfsmark (’86)