fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Stjórinn og stjórnin í hár saman – Njósnarar, fjarlægur forseti og önnur vandamál

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 3. ágúst 2020 15:48

Antonio Conte - Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, stjóri Inter Milan, virðist vera búinn að brenna allar brýr að baki sér hjá félaginu og útlit er fyrir að hann hætti sem stjóri félagsins eftir einungis ár sem stjóri þess.

Conte, sem þjálfaði áður Chelsea, stendur þessa stundina í rifrildi við forseta Inter, Steven Zhang, en Conte á tvö ár eftir af samningnum sínum og Inter hefur ekki efni á að reka hann. Eftir harða gagnrýni Conte á stjórn féalgsins er spurning hvort þetta brotna samband stjóra og stjórnar geti gengið áfram.

En hvers vegna er sambandið svona brotið milli Conte og stjórnar félagsins? DailyMail greinir frá því að það séu fimm ástæður fyrir því, njósnarar, fjarlægur forseti, vandamál með framkvæmdastjóra, Christian Eriksen og skortur á stuðningi.

Njósnarar

Árið 2017 sagði fyrrum þjálfari Inter, Luciano Spalletti, að það væru njósnarar í búningsklefum Inter sem fara með allt í fjölmiðla. Conte segir að það sé ekkert búið að breytast, þremur árum síðar. Conte hefur alltaf krafist þess að það sem gerist innan liðsins haldist þar en það hefur ekki verið svoleiðis hjá Inter. Eftir að liðið gerði jafntefli við Slavia Prague í Meistaradeildinni kom upp rifrildi á milli sóknarmannsins Romelu Lukaku og annarra liðsfélaga. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá málinu um leið og það gerðist og Conte var brjálaður vegna þess.

Fjarlægur forseti

Conte er gríðarlega reiður vegna fjarlægðar forsetans en Zhang hefur verið í Kína undanfarna þrjá mánuði. Þá vill Conte fá fleiri símtöl og áreiðanleika en það hefur ekki komið frá forsetanum. Þegar Evrópudeildinni líkur eiga Conte og Zhang að hittast á fundi til að reyna að leysa sín vandamál en ólíklegt þykir að það verði gert. Reiði Conte í garð Zhang hefur ekki farið vel ofan í Zhang og fjölskyldu hans þar sem Conte hefur haft nánast frjálsar hendur þegar kemur að kaupum á leikmönnum. Zhang er sagður vera afar reiður Conte fyrir að vera ekki þakklátari fyrir það.

Vandamál með framkvæmdastjóra

Conte hefur aldrei átt gott samband með framkvæmdastjóranum Giuseppe Marotta. Conte og Marotta unnu einnig saman hjá Juventus og rifust þeir mikið þegar það náðist ekki að fá kantmanninn Juan Cuadrado til að ganga í raðir félagsins. Samband þeirra hefur síðan farið versnandi hjá Inter. Conte hafði ekki gaman að orðrómum um að Inter hefði áhuga á að fá Max Allegri til að stýra félaginu en Marotta og Allegri eiga í góðu sambandi, ólíkt Conte og Marotta. Samband Conte og Marotta hefur aldrei verið verra og þykir ólíklegt að þeir muni hittast aftur, fyrir utan á fundinum með Zhang eftir Evrópudeildina.

Christian Eriksen

Inter keypti hinn danska Christian Eriksen af Tottenham í janúar. Conte hafði lítinn áhuga á Eriksen en Marotta vildi ólmur fá hann til liðs við Inter. Eriksen hefur ekki enn náð að standa sig með prýði í ítalska boltanum þar sem leikstíllinn er ólíkur því sem hann þekkti í ensku úrvalsdeildinni. Þá passar hann ekki inn í leikkerfin sem Conte vill nota og virðist hann vera alveg úti á túni þegar hann spilar með liðinu.

Skortur á stuðningi

Conte hefur viljað fá meiri stuðning frá félaginu eftir Marcelo Brozovic málið. Brozovic hefur átt við vandamál að stríða utan vallar en nýlega var herinn kallaður út til að róa hann niður eftir að Brozovic varð brjálaður út í hjúkrunarfræðinga á spítala í Mílanó borg. Þá hefur hann einnig verið tekinn af lögreglunni fyrir að keyra yfir á rauðum ljósum. Conte hafði áhyggjur af því að Brozovic myndi ógna friðsældinni innan búningsklefans og vildi að stjórn félagsins myndi beita sér eftir það sem hann gerði. Conte fékk þó ekki þann stuðning frá stjórninni sem hann vildi fá, hvorki í kjölfar þessa atviks eða á öðrum mikilvægum tímapunktum á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

„Það er allt upp á tíu hér“

„Það er allt upp á tíu hér“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Komið í ljós hver ljóshærða konan er – Þekkt fyrir efni sem hún framleiðir fyrir klámsíður

Komið í ljós hver ljóshærða konan er – Þekkt fyrir efni sem hún framleiðir fyrir klámsíður