fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

„Við verðum fara aft­ur af stað sem fyrst“ segir Jóhann um fótboltann á Íslandi

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 1. ágúst 2020 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins og flest­um öðrum lands­mönn­um var mér brugðið eft­ir tíðindi vik­unn­ar í ís­lensku sam­fé­lagi. Það er afar leiðin­legt að þurfa að taka skref til baka, eft­ir þann góða ár­ang­ur sem hér hef­ur náðst. Nú skul­um við öll hlýða Víði aft­ur og við komust í gegn­um þetta sam­an.“

Svona hefst bakvörður sem Jóhann Ingi Hafþórsson skrifar og birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar fjallar hann um áhrif COVID-19 veirunnar á íslenska knattspyrnu en KSÍ staðfesti á fimmtu­dag að öll­um leikj­um frá föstu­deg­in­um 31. júlí til og með 5. ág­úst yrði frestað og síðan yrði staðan. end­ur­skoðuð. „Ekki er vitað hve lengi nú­ver­andi ástand var­ir, en ljóst er að KSÍ má ekki við því að fresta Íslands­mót­um sín­um of lengi, ætl­um við yfir höfuð að ná að klára þau,“ segir Jóhann.

Á fimmtu­dag fóru leik­ir fram í Mjólk­ur­bik­ar karla án áhorf­enda og segir Jóhann að auðvitað sé það afar leiðin­legt að geta ekki mætt á völl­inn að styðja sitt lið. „Ég tel það samt sem áður ágæta lausn á þess­um tíma­punkti að spilað verði áfram án áhorf­enda, fyrst um sinn, á meðan við náum bet­ur utan um stöðuna sem kom­in er upp hér á landi.“

Þá segir Jóhann að erfitt sé að gera sér grein fyrir því hve lengi ástandið verður svona. „En til þess að klára Íslands­mót­in verðum við fara aft­ur af stað sem fyrst. Við meg­um ekki við mikið frek­ari frest­un­um,“ segir hann.

„Íslenskt veðurfar set­ur auðvitað strik í reikn­ing­inn og ekki för­um við að spila á Íslands­móti um há­vet­ur. Ég hugsa að nánast all­ir leik­menn, þjálf­ar­ar og stuðnings­menn séu sam­mála um að það yrði betra að spila án áhorf­enda í ein­hvern tíma. Verður þá hægt að klára mótið, frek­ar en að af­lýsa því, líkt og gerðist í hand­bolt­an­um, körfu­bolt­an­um og fleiri íþrótt­um síðasta vet­ur. Von­andi fáum við fót­bolt­ann á fullt aft­ur sem fyrst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool
433Sport
Í gær

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Í gær

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm