fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Aðdáendur Everton brjálaðir yfir Gylfa – „Gylfi er birtingarmynd alls þess sem er ekki í lagi “

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 20. júlí 2020 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, sem leikur með Everton í ensku deildinni, er í byrjunarliði Everton gegn Sheffield United í dag. Ekki nóg með það að Gylfi byrjar leikinn þá er hann einnig fyrirliði Everton í leiknum. Hefur þetta farið illa ofan í marga stuðningsmenn Everton á Twitter.

„Er þetta brandari?“ spyr einn stuðningsmaður Everton. „Svo þú getur bara fengið fyrirliðabandið fyrir að ganga um völlinn í hverjum leik og bent á aðra. Ég skil þetta bara ekki.“ Fleiri stuðningsmenn Everton lýsa yfir óánægju sinni vegna þessa. „Gylfi er birtingarmynd alls þess sem er ekki í lagi hjá Everton á þessari stundu og nú er hann fyrirliði. Þetta félag er algjört klúður,“ segir annar stuðningsmaður.

Everton hefur ekki gengið alveg nógu vel á tímabilinu en liðið situr þessa stundina í 12. sæti deildarinnar með 46 stig í 36 leikjum. Þá hefur liðið skorað 42 mörk en fengið á sig 53 mörk á tímabilinu. Gylfi hefur ekki staðið sig jafn vel og á síðasta tímabili en hann hefur einungis skorað 2 mörk og lagt upp 2 önnur í 34 leikjum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimtaði alltaf það dýrasta og besta en áttaði sig ekki á stöðunni – ,,Skil hvað mamma mín gekk í gegnum“

Heimtaði alltaf það dýrasta og besta en áttaði sig ekki á stöðunni – ,,Skil hvað mamma mín gekk í gegnum“
433Sport
Í gær

Eru að missa annan lykilmann sem semur við PSG

Eru að missa annan lykilmann sem semur við PSG
433Sport
Í gær

Hafa engar áhyggjur af persónuleika Garnacho

Hafa engar áhyggjur af persónuleika Garnacho