fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Víkingar fóru illa með ÍA – Valsarar unnu Blika naumlega

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld áttust við Víkingur og ÍA í Fossvoginum en Víkingar fóru illa með ÍA menn.

Óttar Magnús Karlsson kom Víking yfir um miðjan fyrri hálfleik með marki úr víti. Davíð Atlason kom Víkingum síðan í 2-0 á 37. mínútu. Stefán minnkaði síðan muninn í 2-1 skömmu fyrir hlé.

Í seinni hálfleik byrjaði síðan markaveislan. Nikolaj Hansen kom Víkingum í 3-1 á 51. mínútu og einungis mínútu síðar skoraði Erlingur Agnarsson fjórða mark Víkinga. Viktor Jónsson minnkaði muninn fyrir ÍA í 4-2 nokkrum mínútum síðar.

Ágúst Hlynsson gerði nokkurn veginn út af við ÍA á 66. mínútu og auk þess gulltryggði hann sigurinn með öðru marki á 79. mínútu. Endaði leikurinn því 6-2, Víkingi í vil.

Valur vann Breiðablik naumlega

Í kvöld kepptu einnig Breiðablik og Valur í Kópavoginum. Markalaust var í fyrri hálfleik, þó var mikið um gul spjöld en í hinum fóru 5 gul spjöld á loft.

Í seinni hálfleik var meira um mörk en Kristinn Freyr Sigurðsson braut ísinn fyrir Valsara á 46. mínútu. Örfáum mínútum síðar náði Thomas Mikkelsen að jafna metin úr víti fyrir Breiðablik. Einar Karl Ingvarsson sá síðan til þess að liðin færu ekki jöfn heim en hann skoraði sigurmarkið á 81. mínútu og endaði leikurinn 1-2 fyrir Val.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Dramatík er ÍBV vann KR

Besta deildin: Dramatík er ÍBV vann KR
433Sport
Í gær

Ákveðnir í að fá Fernandes frá United í sumar

Ákveðnir í að fá Fernandes frá United í sumar
433Sport
Í gær

Reyndi allt til að ná konunni til baka en hún heimtar skilnað – Fékk nóg eftir þessa ákvörðun í desember

Reyndi allt til að ná konunni til baka en hún heimtar skilnað – Fékk nóg eftir þessa ákvörðun í desember
433Sport
Í gær

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Hann mun líklega fara annað 2026″

,,Hann mun líklega fara annað 2026″
433Sport
Í gær

Shaw kennir sjálfum sér um og segist hafa brugðist Ten Hag og mörgum öðrum

Shaw kennir sjálfum sér um og segist hafa brugðist Ten Hag og mörgum öðrum