fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Þriðji stjóri Watford rekinn á tímabilinu – Eiga tvo erfiða leiki eftir

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nigel Pearson hefur verið rekinn úr starfi sínu sem stjóri Watford. Fjölmiðlar hið ytra greina frá þessu.

Þessa stundina situr Watford í 17. sæti ensku deildarinnar en liðið er einungis þremur stigum á undan Aston Villa og Bournemouth sem sitja í 18. og 19. sæti deildarinnar.

Pearson tók við Watford í desember síðastliðnum eftir að Quique Sanches Flores var rekin. Flores hafði þá tekið við Javi Garcia í september það sama ár. Pearson er því þriðji stjóri Watford sem er rekinn á þessu tímabili. Watford á erfiða leiki eftir í deildinni gegn Arsenal og Manchester City og ef liðið tapar þeim báðum á það á hættu að falla.

Þrátt fyrir að sitja í 17. sæti deildarinnar hefur Pearson gengið sæmilega síðan hann tók við liðinu. Undir stjórn hans hefur Watford sótt 25 punkta í 20 leiki en það er meira en Leicester, Newcastle, West Ham og 5 önnur lið hafa náð á sama tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“