fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Manchester United goðsögn lést í dag – „Hvíldu í friði“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 17. júlí 2020 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United goðsögnin Alex Dawson er látinn, 80 ára að aldri. Félagið sendi aðstandendum Dawson samúðarkveðjur í tilkynningu um andlátið í dag. „Hans verður minnst af okkur öllum. Hvíldu í friði.“

Dawson fædddist í Aberdeen í Skotlandi árið 1940 og fór í gegnum akademíuna í Manchester United undir leiðsögn goðsagnarinnar Matt Busby. Dawson var 17 ára gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Burnley og skoraði annað markanna í 2-0 sigri.

Þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið á fyrstu leiktíðinni fékk hann fleiri mínútur í kjölfar Munchen flugslyssins hræðilega. 8 leikmenn létust í slysinu. Hann skoraði í fyrsta leik liðsins eftir slysið, gegn Sheffield Wednesday í FA bikarnum.

Í kjölfarið var Dawson byrjunarliðsmaður út það tímabil og skoraði meðal annars þrennu gegn Fulham í undanúrslitum FA bikarsins. Næstu þrjú tímabil voru þó ekki jafn góð fyrir Dawson en hann kom síðan sterkur til baka og skoraði 20 mörk á tímailinu 1960/1961.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirmenn hafa verulegar áhyggjur eftir sumarið – Dvergar, vændiskonur og OnlyFans stjarna með í för

Yfirmenn hafa verulegar áhyggjur eftir sumarið – Dvergar, vændiskonur og OnlyFans stjarna með í för
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal steinhissa á breytingunni á Kai Havertz

Stuðningsmenn Arsenal steinhissa á breytingunni á Kai Havertz
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Napoli vill ekki fá Nunez

Napoli vill ekki fá Nunez
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breiðablik valtaði yfir Albanina

Breiðablik valtaði yfir Albanina
433Sport
Í gær

Arsenal er ekki hætt og vilja kaupa Eze

Arsenal er ekki hætt og vilja kaupa Eze
433Sport
Í gær

United á að hafa spurst fyrir um þrítugan miðjumann

United á að hafa spurst fyrir um þrítugan miðjumann