fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Atli Steinar mun ekki að fá að spila meira á tímabilinu – Líða ekki kynþáttafordóma eða nokkurs konar mismunun

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 17. júlí 2020 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmdi  Atla Steinar Ingason, leikmann Skallagríms sem leikur í 4. deild karla í knattspyrnu, í fimm leikja bann. Ástæða bannsins var kynþáttaníð sem Atli beitti Gunnar Jökul Johns, leikmann Berserkja, en liðin spiluðu gegn hvort öðru síðastliðinn föstudag. Þá þarf Skallagrímur einnig að greiða  100 þúsund króna sekt vegna málsins.

Nú hefur stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms þó sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Atli Steinar mun ekki spila meira á þessu keppnistímabili. „Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms harmar umrætt atvik og ítrekar að félagið mun ekki líða að leikmenn þess viðhafi framkomu sem feli í sér kynþáttafordóma, eða mismunun af nokkru tagi.“

Einar Guðnason, sem hefur leikið lengi með Skallagrím og einnig séð um þjálfun, greindi fyrstur frá atvikinu á Twitter síðu sinni skömmu eftir að það átti sér stað. Í kjölfarið ræddi Fótbolti.netvið Viktor Huga, þjálfara Berserkja, um málið.

„Ég var á hliðarlínunni og var því ekki í hitanum en það sem strákarnir segja mér og vinir okkar í Skallagrími eru sammála okkur þá varð smá hiti og einhverjar tæklingar. Í kjölfarið snýr leikmaður númer fimmtán í Skallagrími [Atli Steinar Ingason] sér við og segir ‘drullastu heim til Namibíu’ við Gunnar Jökul Johns, leikmann okkar,“ sagði Viktor. ,,Kormákur Marðarson, leikmaður okkar, hafði heyrt fimm mínútum áður, sama einstakling númer 15 kalla Gunnar ‘apakött’. Kormákur spurði númer 15 hvað kallaðiru hann og hann endurtók ‘apaköttur’. Þetta er leiðinlegt mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu