Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var svo sannarlega ánægður í gær eftir að Evrópubanni City var lyft.
Fyrr á tímabilinu var City dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum fyrir að brjóta fjárlög UEFA.
City var ekki lengi að áfrýja þeim UEFA og á mánudaginn var bannið dregið til baka og sektin minnkuð úr 27 milljónum punda í níu.
Guardiola fylgdist vel með fréttum ásamt aðstoðarmönnum sínum og brosti hann út að eyrum í mynd sem var birt á Instagram.
Myndin var birt af Manel Estiarte sem hefur lengi verið aðstoðarmaður Guardiola. Henni var síðar eitt.
Þetta má sjá hér.