fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Svarar harkalegri gagnrýni: ,,Ykkur leiðist á skrifstofunni“

Victor Pálsson
Föstudaginn 10. júlí 2020 09:10

Lucas Digne, bakvörður Everton/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xherdan Shaqiri, leikmaður Liverpool, hefur svarað fyrir sig eftir gagnrýni Arno Rossini á dögunum sem gagnrýndi hann heiftarlega.

Rossini er þjálfari í Sviss en hann gagnrýndi Shaqiri og sagði hann ekki vera sigurvegara þrátt fyrir sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Það var svissnenska blaðið Blick sem birti viðtalið en Shaqiri kom lítið við sögu á þessu tímabili og sagði Rossini að leikmaðurinn væri bara áhorfandi.

Vængmaðurinn svaraði þó fyrir sig á Instagram og skaut þar á bæði blaðið og Andreas Boeni sem sér um útgáfu þess.

,,Kæra Blick og Andreas Boeni. Á meðan ykkur hefur leiðst á skrifstofunni þá er hérna mynd fyrir næsta blað,“ skrifaði Shaqiri.

Myndin umtalaða er af leikmönnum Liverpool þar sem þeir lyfta deildarmeistaratitlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid