Liverpool er Englandsmeistari árið 2020 eftir leik Chelsea og Manchester City í kvöld.
Það hefur lengi legið í loftinu að Liverpool yrði meistari en liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni. Manchester City þurfti að vinna Chelsea í kvöld til að tefja enn frekar en liðið tapaði 2-1 á Stamford Bridge.
Þetta er fyrsti sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann síðast árið 1990 þegar úrvalsdeildin var ekki stofnuð.
Gary Neville einn helsti sérfræðingur Sky Sports var áður fyrirliði Manchester United elskar ekki nýja Englandsmeistara. Hann hafði látið hafa eftir sér að hann þyrfti að flýja land ef Liverpool yrði meistari.
Sky Sports lét útbúa kostulega auglýsingu sem allir verða að sjá hér að neðan.
Has anyone seen @GNev2? 👀#WheresGary pic.twitter.com/MSNoSaBdwD
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 25, 2020