Chelsea 2-1 Manchester City
1-0 Christian Pulisic
1-1 Kevin de Bruyne
2-1 Willian
Chelsea vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Manchester City.
Chelsea er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og er nú fimm stigum á undan Manchester United í fjórða sæti deildarinnar.
Christian Pulisic skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld en hann átti frábæran sprett eftir mistök leikmanna City.
Snemma í seinni hálfleik jöfnuðu gestirnir er Kevin de Bruyne skoraði beint úr aukaspyrnu.
Það reyndist ekki nóg en seinna í hálfleiknum fékk Chelsea vítaspyrnu og var Fernandinho rekinn af velli fyrir hendi.
Fernandinho varði boltann á marklínunni með hendinni og vítaspyrna réttilega dæmd.
Willian skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni og tryggði Chelsea 2-1 sigur.