Breiðablik er komið áfram í Mjólkurbikar karla eftir dramatískan sigur á Keflavík í kvöld.
Það var Kristinn Steindórsson sem sá um að koma Blikum áfram með tveimur mörkum undir lok leiksins.
Staðan var 2-1 fyrir Keflavík á 81. mínútu en þá jafnaði Kiddi Steindórs og skoraði svo sigurmark stuttu seinna.
Það var annar leikur á dagskrá í Ólafsvík en Víkingur Ó. fékk þá Víking R. í heimsókn.
Venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli og þarf því að fara í framlengingu þar á bæ.
Breiðablik 3-2 Keflavík
1-0 Stefán Ingi Sigurðarson
1-1 Rúnar Þór Sigurgeirsson
1-2 Kian Williams
2-2 Kristinn Steindórsson
3-2 Kristinn Steindórsson
Víkingur Ó. 1-1 Víkingur R.
1-0 Gonzalo Zamorano
1-1 Helgi Guðjónsson