Liverpool er Englandsmeistari árið 2020 eftir leik Chelsea og Manchester City í kvöld.
Það hefur lengi legið í loftinu að Liverpool yrði meistari en liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni. Manchester City þurfti að vinna Chelsea í kvöld til að tefja enn frekar en liðið tapaði 2-1 á Stamford Bridge.
Þetta er fyrsti sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann síðast árið 1990 þegar úrvalsdeildin var ekki stofnuð.
Liverpool er með 86 stig á toppi deildarinnar, 23 stigum á undan City sem vann titilinn í fyrra. Afrek Liverpool er magnað en sjö umferðir eru eftir af deildinin
Til hamingju Liverpool stuðningsmenn á Íslandi.