Arsenal vann sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið heimsótti Southampton.
Ballið byrjaði á 20. mínútu er Eddie Nketiah kom Arsenal yfir með ansi klaufalegu marki.
Markvörður Southampton átti sendingu beint á Nketiah sem nýtti sér það og skoraði í autt mark heimamanna.
Joseph Willock skoraði svo annað mark Arsenal á 87. mínútu eftir aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.
Jack Stephens fékk stuttu fyrir það beint rautt spjald fyrir að ræna Pierre Emerick Aubameyang augljósu marktækifæri. Lokastaðan, 0-2.
Á sama tíma áttust við Burnley og Watford en þeim leik lauk með 1-0 sigri Burnley.
Southampton 0-2 Arsenal
0-1 Eddie Nketiah(20′)
0-2 Joseph Willock(87′)
Burnley 1-0 Watford
1-0 Jay Rodriguez(73′)