Kalidou Koulibaly varnarmaður Napoli telur góðan möguleika á því að hann fari til Manchester City í sumar. Enskir og ítalskir miðlar segja frá.
Koulibaly er 29 ára gamall og hefur staðið vaktina í vörn Napoli síðustu ár með miklum ágætum.
Koulibaly er til sölu fyrir 80 milljónir evra. Napoli hefur látið Gennaro Gattuso þjálfara vita að Koulibaly sé til sölu í sumar.
Napoli vantar inn fjármuni en Liverpool hefur einnig verið orðað við kappann.
Pep Guardiola leggur hins vegar mikla áherslu á að finna miðvörð til að spila með Aymeric Laporte.