fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Safna fjármunum fyrir rasistann og unnustu hans sem voru rekin

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vefsíðunni GoFundMe er byrjað að safna fjármunum fyrir Jake Hepple og unnustu hans eftir að þau voru rekin úr vinnu sinni í vikunni.

Það vakti reiði margra í vikunni þegar flugvél flaug yfir Etihad völlinn rétt áður en flautað var til leiks í leik Manchester CIty og Burnley í fyrradag. Flugvélin dró á eftir sér borða og á honum stóð „White Lives Matter Burnley“.

Leikmenn í úrvalsdeildinni hafa staðið saman eftir að deildin fór af stað á ný og bera nafn Black Lives Matter herferðarinnar á bakinu. Hepple stuðningsmaður Burnley og meðlimur í English Defence League er ábyrgur. Hann er félagi Tommy Robinson sem er umdeildur í Bretlandi fyrir skoðanir sínar. Um er að ræða öfga hægrisamtök þar sem þeir mótmæla harðlega framgöngu múslima í landinu. „Ég vil nota tækifærið og biðja engan afsökunar,“ sagði Hepple og virðist ekki sjá eftir neinu.

Mikil reiði hefur skapast í kringum þennan borða og var Hepple og unnustu hans sagt upp í vinnunni á þriðjudag. Hepple sat í fangelsi í tæp fjögur ár eftir slagsmál við stuðningsmann Blackburn árið 2011.

Nú vilja stuðningsmenn parsins safna fyrir þeim og eru nú þegar komnar um 400 þúsund krónur í söfnun til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lætur af störfum hjá KSÍ

Lætur af störfum hjá KSÍ
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Í gær

Vill ekkert meira en að komast heim eftir erfið sambandsslit – Þarf að hitta fyrrverandi á hverjum degi

Vill ekkert meira en að komast heim eftir erfið sambandsslit – Þarf að hitta fyrrverandi á hverjum degi
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni