Félög í ensku úrvalsdeildinni borguðu umboðsmönnum rúmar 260 milljónir punda vegna tímabilsins sem nú er í gangi.
Um er að ræða félagaskiptagluggann síðasta sumar og nú í janúar. Besta lið deildarinnar Liverpool borgaði mest eða rúmar 30 milljónir punda.
Liverpool borgaði umboðsmönnum því rúma 5 milljarða þrátt fyrir að gera lítið af viðskiptum.
Manchester City kemur þar á eftir og Manchester United situr í þriðja sætinu.
Burnley liðið þar sem Jóhann Berg Guðmundsson leikur borgaði minnst allra liða eða minna en fjórar milljónir punda.
Listi um þetta er hér að neðan.