Roy Keane, goðsögn Manchester United, hraunaði yfir leikmenn liðsins um liðna eftir leik við Tottenham. Steven Bergwijn skoraði eina mark Tottenham í 1-1 jafntefli en vörn United sem og markvörðurinn David de Gea voru ekki sannfærandi. Keane lét þá heyra það fyrir þessi mistök og þá sérstaklega De Dea en ræða Keane var í hálfleik ,,Ég myndi ekki hleypa þeim í liðsrútuna eftir leik. Náið í leigubíl aftur til Manchester, þeir ættu að skammast sín,“ sagði Keane.
Hann talaði um hrylling og ef hann væri í klefanum hefði hann ráðist á De Gea í hálfleik. Ole Gunnar Solskjær hefur svarað þessum ummælum Keane. „David er besti markvörður í heimi, hann hefur fengið á sig tvö mörk í síðustu sjö leikjum. Það eru leikir gegn City, Chelsea, Tottenham og Everton sem dæmi,“ sagði Solskjær.
Gary Neville hefur blandað sér í umræðuna en rætt hefur verið um að Dean Henderson verji mark United á næstu leiktíð, hann er í láni hjá Sheffield United og hefur staðið sig vel.
„Ederson og Allisson hafa verið betri en De Gea síðustu 18 mánuði, ég átti samt von á því að Ole myndi verja sinn leikmann,“ sagði Neville.
„De Gea átti þrjú til fjögur ár þar sem hann var sá besti í heimi, hið minnsta sá besti í þessari deild. Ég kaupi ekki þá kröfu að Dean Henderson mæti og verji markið með Stretford End á bakinu. Það þarf sérstakan karakter.“
„Það sem De Gea gerði í mörg ár hefur gefið honum andrými til að komast úr þessu ástandi. Með fullri virðingu fyrir Sheffield er það allt annað að gera mistök fyrir Manchester United.“