Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er í raun byrjaður að fagna sigri í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja titilinn eftir 4-0 sigur á Crystal Palace í gær.
Ef Chelsea vinnur eða gerir jafntefli við Manchester City í kvöld þá er titillinn í eigu Liverpool í fyrsta sinn í sögu úrvalsdeildarinnar.
,,Mér líður frábærlega. Alveg síðan ég kom hingað hef ég sagt að ég vilji vinna ensku deildina,“ sagði Salah.
,,Þessi borg hefur ekki unnið í langan tíma svo þetta er rétti tíminn. Á síðasta ári áttum við möguleika en Manchester City spilaði svo vel og átti skilið að vinna. Þetta er okkar tími.“