KA vann öruggan sigur á Leiknir R. í kvöld en leikið var á Akureyri í Mjólkurbikar karla.
KA hafði betur með sex mörkum gegn engu en Leiknir spilaði lengi með níu menn á vellinum.
Sólon Breki Leifsson og Brynjar Hlöðversson fengu báðir rautt spjald á 30. mínútu fyrri hálfleiks.
HK komst á sama tíma áfram með 2-1 sigri á Magna þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu.
Framlenging er svo að hefjast í leik Þórs og Reynis S. en venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli.
KA 6-0 Leiknir R.
1-0 Nökkvi Þeyr Þórisson
2-0 Mikkel Qvist
3-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson
4-0 Gunnar Örvar Stefánsson
5-0 Nökkvi Þeyr Þórisson
6-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson
Magni 1-2 HK
1-0 Gauti Gautason
1-1 Birnir Snær Ingason
1-2 Atli Arnarson(víti)
Þór 1-1 Reynir S.
0-1 Elton Barros
1-1 Sölvi Sverrisson